Tekist á um lífeyrisfrumvarpið á síðustu mínútum Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 12:00 Úr þingsal Vísir/Anton Brink Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira