NBA: Leikmenn Golden State breyttu ljótri byrjun í fallegan sigur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:15 Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109 NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn