Geðveik jólagjöf María Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2016 07:00 Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi María Bjarnadóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun
Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun