NBA: Vængbrotið Cleveland lið vann Milwaukee Bucks annað kvöldið í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 07:30 Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102 NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102
NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira