Lífið

Viltu sjá kettlinga í stað Trumps?

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Erfitt er að heimsækja vefmiðla án þess að rekast ítrekað á andlit Donalds Trump.
Erfitt er að heimsækja vefmiðla án þess að rekast ítrekað á andlit Donalds Trump. vísir/getty
Donald Trump hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri. Hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári og því er ekki von á að fréttum um Trump fari fækkandi.

Þeir sem eru orðnir þreyttir á að hafa andlit Donalds Trump sífellt fyrir augunum geta nú náð sér í vafraviðbót við netvafrann Google Chrome sem breytir öllum ljósmyndum af Trump í kettling.

Vafraviðbótin heitir „Make America Kittens Again“ og er fáanleg á Google Chrome vefversluninni. Viðbótin er ókeypis fyrir alla notendur vafrans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.