Erlent

Vildu enga aðstoð frá Bernie Sanders

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hillary Clinton og Bernie Sanders á góðri stundu.
Hillary Clinton og Bernie Sanders á góðri stundu. Nordicphotos/AFP
Starfsfólk kosningaherferðar Hillary Clinton tók því fálega þegar starfsfólk Bernies Sanders bauð fram aðstoð sína í lykilríkjum, þar sem Clinton tapaði síðan naumlega í forsetakjörinu í nóvember.

Þetta fullyrða fyrrverandi starfsmenn á kosningaskrifstofu Sanders í viðtali á fréttavefnum The Daily Beast. Þeir segja að í herbúðum Clinton hafi þeim mætt fálæti og jafnvel hafi verið gert grín að þeim.

„Við sögðum við okkur sjálf: Hvað í fjáranum, hvers vegna eru þau að vísa okkur á bug? Þau þurfa á þessum atkvæðum að halda meira en nokkur annar,“ sögðu þau í viðtalinu.

Úrslit forsetakosninganna réðust ekki síst af því að Clinton tapaði fyrir Donald Trump í lykilríkjunum, þar sem mjótt var á mununum milli þeirra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×