Tillögur Pírata um aukið gagnsæi kjararáðs felldar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 18:30 Vísir/Anton Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira