Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:31 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30