Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 21:00 Donald Trump og Vladmir Putin. Vísir/getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50