Pútín situr á sér og bíður eftir Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi í Mexíkó árið 2012. vísir/epa Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira