Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2016 18:45 Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45