Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2016 18:45 Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45