Ótrúleg ferðalög Boston Celtics liðsins í desembermánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 16:30 Boston-liðið var í New York á jóladag. Vísir/Getty NBA-liðin spila öll 82 leiki á hverju tímabili og þá erum við bara að tala um leiki þeirra í deildarkeppninni. Það er því margir leikir og mikið um ferðlög. Liðin eru því að spila yfir tíu leiki í hverjum mánuði á tímabilinu og helmingur leikjanna er að sjálfsögðu á útivelli. Mörg NBA-liðanna lenda því í að fljúga fram og til baka yfir Bandaríkin á meðan tímabilinu stendur og flestir leikmannanna þekkja hótellífið vel. Mánuðirnir eru þó sjaldan eins erfiðir og desembermánuðurinn var hjá liði Boston Celtics því þeir flugu hálfa leið í kringum hnöttinn í desember þegar öllum flugferðum liðsins er safnað saman. Alls spilaði liðið tíu útileiki í desember og það kallaði á fimmtán flug fram og til baka í Bandaríkjunum. Leikmenn og þjálfarar Boston Celtics eyddu samanlagt heilum sólarhringi í háloftunum og ekki bætti það ástandið að þeir urðu fórnarlömb sprengjuhótunnar í Oklahoma City. Boston-liðið vann 6 af þessum 10 útileikjum sínum í desember þar á meðal fjóra af síðustu fimm. Þeir þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers í nótt. Chris Forsberg fjallar um Boston Celtics fyrir ESPN og hann tók saman flugferðir Boston í desember fyrir twitter-síðu sína og setti þar öll flugin upp á kort í gegnum FlightDiary. Það má sjá þessa samantekt hér fyrir neðan.NBD, the Celtics traveled halfway around the Earth in December: pic.twitter.com/2Uk4cDTveL— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) December 30, 2016 NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
NBA-liðin spila öll 82 leiki á hverju tímabili og þá erum við bara að tala um leiki þeirra í deildarkeppninni. Það er því margir leikir og mikið um ferðlög. Liðin eru því að spila yfir tíu leiki í hverjum mánuði á tímabilinu og helmingur leikjanna er að sjálfsögðu á útivelli. Mörg NBA-liðanna lenda því í að fljúga fram og til baka yfir Bandaríkin á meðan tímabilinu stendur og flestir leikmannanna þekkja hótellífið vel. Mánuðirnir eru þó sjaldan eins erfiðir og desembermánuðurinn var hjá liði Boston Celtics því þeir flugu hálfa leið í kringum hnöttinn í desember þegar öllum flugferðum liðsins er safnað saman. Alls spilaði liðið tíu útileiki í desember og það kallaði á fimmtán flug fram og til baka í Bandaríkjunum. Leikmenn og þjálfarar Boston Celtics eyddu samanlagt heilum sólarhringi í háloftunum og ekki bætti það ástandið að þeir urðu fórnarlömb sprengjuhótunnar í Oklahoma City. Boston-liðið vann 6 af þessum 10 útileikjum sínum í desember þar á meðal fjóra af síðustu fimm. Þeir þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers í nótt. Chris Forsberg fjallar um Boston Celtics fyrir ESPN og hann tók saman flugferðir Boston í desember fyrir twitter-síðu sína og setti þar öll flugin upp á kort í gegnum FlightDiary. Það má sjá þessa samantekt hér fyrir neðan.NBD, the Celtics traveled halfway around the Earth in December: pic.twitter.com/2Uk4cDTveL— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) December 30, 2016
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira