Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 21:30 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í kvöld. vísir/hanna Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum. Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum.
Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44