Auddi tók upp kassa í gær og sagði; „Í þessum kassa geymi ég það sem tengist hverri kærustu sem ég hef átt.“ Í kassanum voru gömul ástarbréf, myndir og dagsetningar sem höfðu sérstaka þýðingu fyrir Auðunn.
„Þó að þetta sé eldgamall kassi, þá afsakar það ekki innihaldið. Maður var eitthvað tæpur á sínum tíma.“
Auddi var með Ágústu Evu Erlendsdóttur og Steinda Jr. í liði. Í hinu liðinu voru þau Vilhelm Anton Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir og áttu þau að giska á það hvort kassinn væri raunverulegur og sagan á bakvið hann sönn eða lygi.
Í ljós kom að kassinn er til í raun og veru og hélt Auðunn utan um þessi gögn í mörg ár. Ekkert hefur farið inn í þennan kassa síðan 1995 og því voru ekki alveg allar kærustur hans þarna ofan í.
Hér að neðan má sjá brotið úr þættinum.