La La Land fékk sjö verðlaun og sló met sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 08:04 Hópurinn á bakvið La La Land. vísir/epa Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira