Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2017 23:15 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama Bandaríkjaforseti segist hafa varað arftaka sinn í starfi við að stjórna Hvíta húsinu líkt og fjölskyldufyrirtæki. Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. „Eftir að maður hefur tekið við er maður að stýra stærstu stofnun heims,“ sagði Obama í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Athygli vakti að börn Trump voru áberandi í kosningabaráttunni og tóku virkan þátt í henni. Óvíst er hvort að þau muni verða nánir samstarfsmenn föður síns meðan hann gegnir embætti eða hvort þau muni einbeita sér að því að sjá um rekstur viðskiptaveldis Trump. Obama sagði einnig að Trump yrði að vara sig á því að það væri stór munur á því að stjórna og að vera í kosningabaráttu. Leiðtogar heims og markaðirnir myndu hlusta á hvert einasta orð sem hann myndi segja og haga sér eftir því. Trump tekur við embætti 20. janúar næstkomandi og hefur staðið í ströngu frá því að hann bar sigur úr bítum í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Hefur hann átt í orðaskaki við leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna sem telja sig hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa bein áhrif á úrslit forsetakosninganna með tölvuárásum. Obama segist hafa minnt Trump á mikilvægi þess að bera traust til þessara stofnana og að það væri ómögulegt að taka góðar ákvarðanir ef slíkt traust væri ekki til staðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Obama-hjónin sögð plana stjörnum prýtt kveðjupartí Talsmenn Hvíta hússins neita að tjá sig en boðslistinn hefur hins vegar ratað til fjölmiðla. 5. janúar 2017 15:21 Trump mun nota fyrsta daginn í að snúa við ákvörðunum Obama Verðandi blaðamannafulltrúi Trumps segir að fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar muni fara í að snúa við ákvörðunum síðustu ríkisstjórnar. 2. janúar 2017 20:07 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segist hafa varað arftaka sinn í starfi við að stjórna Hvíta húsinu líkt og fjölskyldufyrirtæki. Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. „Eftir að maður hefur tekið við er maður að stýra stærstu stofnun heims,“ sagði Obama í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Athygli vakti að börn Trump voru áberandi í kosningabaráttunni og tóku virkan þátt í henni. Óvíst er hvort að þau muni verða nánir samstarfsmenn föður síns meðan hann gegnir embætti eða hvort þau muni einbeita sér að því að sjá um rekstur viðskiptaveldis Trump. Obama sagði einnig að Trump yrði að vara sig á því að það væri stór munur á því að stjórna og að vera í kosningabaráttu. Leiðtogar heims og markaðirnir myndu hlusta á hvert einasta orð sem hann myndi segja og haga sér eftir því. Trump tekur við embætti 20. janúar næstkomandi og hefur staðið í ströngu frá því að hann bar sigur úr bítum í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Hefur hann átt í orðaskaki við leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna sem telja sig hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa bein áhrif á úrslit forsetakosninganna með tölvuárásum. Obama segist hafa minnt Trump á mikilvægi þess að bera traust til þessara stofnana og að það væri ómögulegt að taka góðar ákvarðanir ef slíkt traust væri ekki til staðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Obama-hjónin sögð plana stjörnum prýtt kveðjupartí Talsmenn Hvíta hússins neita að tjá sig en boðslistinn hefur hins vegar ratað til fjölmiðla. 5. janúar 2017 15:21 Trump mun nota fyrsta daginn í að snúa við ákvörðunum Obama Verðandi blaðamannafulltrúi Trumps segir að fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar muni fara í að snúa við ákvörðunum síðustu ríkisstjórnar. 2. janúar 2017 20:07 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45
Obama-hjónin sögð plana stjörnum prýtt kveðjupartí Talsmenn Hvíta hússins neita að tjá sig en boðslistinn hefur hins vegar ratað til fjölmiðla. 5. janúar 2017 15:21
Trump mun nota fyrsta daginn í að snúa við ákvörðunum Obama Verðandi blaðamannafulltrúi Trumps segir að fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar muni fara í að snúa við ákvörðunum síðustu ríkisstjórnar. 2. janúar 2017 20:07
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30
Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47