Erlent

Frakkar vörðust 24 þúsund tölvuárásum í fyrra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands segir mikilvægt að líta tölvuárásir alvarlegum augum.
Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands segir mikilvægt að líta tölvuárásir alvarlegum augum. Vísir/Getty
Frakkland varð fyrir 24 þúsund tölvuárásum á síðasta ári sem beindust gegn varnarmálastofnunum þar í landi. Varnarmálaráðherra landsins, Jean-Yves Le Drian hefur sagt að fjöldi slíkra árása tvöfaldist með ári hverju. BBC greinir frá.

Le Drian segir að það væri ,,barnalegt‘‘ að halda því fram að Frakkar gætu sloppið við svipaðar árásir og bandarískar ríkisstofnanir urðu fyrir á meðan kosningum þar í landi stóð. Þær árásir eru taldar mega rekja til æðstu ráðamanna í Rússlandi.

Franska varnarmálaráðuneytið vinnur nú hörðum höndum að því að uppfæra varnir landsins gegn slíkum tölvuárásum en að sögn ráðherrans hefur fjöldi þeirra aukist svo hratt að slíkar árásir eru nú taldar vera alvarleg ógn við öryggi landsins.

Að sögn ráðherrans var meðal annars gerð tilraun til þess að eyðileggja drónakerfi landsins sem sér um að stýra drónum á vegum franska hersins.

Áhersla varnarmálaráðuneytisins verður að verja stofnanir landsins svo ekki verði hægt að hafa áhrif á kosningar sem fram fara í landinu í apríl og maí á þessu ári með óeðlilegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×