Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 19:47 Donald Trump var töluvert kurteisari við forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Vísir/EPA Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira