Íslenski boltinn

Loksins gull hjá Álftanes stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna 2017.
Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna 2017. Mynd/SPORTTV
Álftanes er Íslandsmeistari í Futsal kvenna eftir 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í kvöld.

Liðin voru að mætast annað árið í röð en Álftanes liðið náði þarna að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan.

Erna Birgisdóttir skoraði tvívegis fyrir Álftanes en hin mörkin skoruðu þær Oddný Sigurbergsdóttir og Saga Kjærbech Finnbogadóttir.

Álftanes komst í 1-0 og 4-1 í úrslitsleiknum en Eva Lind Elíasdóttir jafnaði metin í 1-1. Erna Guðjónsdóttir minnkaði síðan muninn í 4-2 og svo aftur í 4-3 þegar rúm mínúta var eftir.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Álftanes í Futsal kvenna en liðið var fimm sinnum búið að fá silfur á undanförnum árum og hafði meðal annars tapað í úrslitaleiknum undanfarin fjögur ár.



Álftanes - Selfoss 4-3 (3-1)

Mörkin:

1-0 Oddný Sigurbergsdóttir  (3.) (Erna Birgisdóttir)

1-1 Eva Lind Elíasdóttir (12.)

2-1 Erna Birgisdóttir (14.)

3-1 Saga Kjærbech Finnbogadóttir (19.)

- Hálfleikur

4-1 Erna Birgisdóttir (21.)

4-2 Erna Guðjónsdóttir (26.)

4-3 Erna Guðjónsdóttir (39.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×