Ráðabrugg sendiráðsstarfsmanns náðist á falda myndavél Birgir Olgeirsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 8. janúar 2017 09:26 Alan Duncan hefur verið ötull gagnrýnandi landnemabyggða Ísraela. Vísir/EPA Sendiherra Ísraels á Bretlandseyjum hefur beðist afsökunar á því að starfsmaður sendiráðsins sagðist vilja taka Alan Duncan, undirráðherra breska utanríkisráðuneytisins, niður. Ummæli starfsmanns sendiráðsins náðust á upptöku með falinni myndavél.Fjölmiðlar ytra segja Masot hafa látið þessi ummæli falla á veitingastað í Lundúnum í október síðastliðnum. Hann sagði blaðamanni að Alan Duncan væri vandræðaseggur en sendiherra Ísraela, Mark Regev, hefur beðist afsökunar og komið þeim skilaboðum til fjölmiðla að þessi skoðun starfsmannsins endurspegli ekki skoðanir sendiráðsins né yfirvalda í Ísrael. Umræddur starfsmaður - Shai Masot sat til borðs með Mariu Strizzolo, aðstoðarmanni Robert Halfon menntamálaráðherra Breta, og blaðamanni á vegum Al Jazeera fréttastofunnar sem villti á sér heimildir. Masot sagði meðal annars: „Má ég láta þig fá nöfn þingmanna sem ég legg til að þú takir niður?“ Strizzolo svaraði því til að allir þingmenn Bretlands hefðu eitthvað sem þeir reyndu að fela og bætti Masot við: „Ég er með nokkra þingmenn. Hún veit hvaða þingmenn ég vil taka niður“ sagði Masot áður en hann nefndi utanríkisráðherrann. Alan Duncan hefur gagnrýnt yfirvöld í Ísrael opinberlega fyrir landnemabyggðir sínar og stutt stofnun ríkis Palestínu en að sögn Masot var Duncan að „skapa mörg vandamál“ á meðan utanríkisráðherra Breta – Boris Johnson væri minna vandamál. Strizzolo hefur hins vegar sagt að ummælin voru látin falla í hálfkæringi og þar af leiðandi ætti ekki að taka það alvarlega. Utanríkismálaskrifstofa Bretlands sem og sendiráð Ísrael hafa bæði látið hafa eftir sér í tilkynningu að samband ríkjanna sé báðum ríkjum mikilvægt og því sé þetta mál úr sögunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri fjögurra þátta fréttaskýringu rannsóknarteymis Al Jazeera sem nefnist The Lobby og verður frumsýnd 15. janúar næstkomandi. Munu þættir varpa ljósi á leynilega herferð ísraelskra yfirvalda sem miðast að því að hafa áhrif á breska ráðamenn. Á hálfs árs tímabili fór blaðamaður á fundi með fulltrúum þrýstihópa sem njóta mikils stuðnings ísraelskra stjórnvalda. Blaðamaðurinn sagðist vera aðgerðasinni sem væri hliðhollur Ísrael og vildi berjast gegn viðskiptaþvingunum. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sendiherra Ísraels á Bretlandseyjum hefur beðist afsökunar á því að starfsmaður sendiráðsins sagðist vilja taka Alan Duncan, undirráðherra breska utanríkisráðuneytisins, niður. Ummæli starfsmanns sendiráðsins náðust á upptöku með falinni myndavél.Fjölmiðlar ytra segja Masot hafa látið þessi ummæli falla á veitingastað í Lundúnum í október síðastliðnum. Hann sagði blaðamanni að Alan Duncan væri vandræðaseggur en sendiherra Ísraela, Mark Regev, hefur beðist afsökunar og komið þeim skilaboðum til fjölmiðla að þessi skoðun starfsmannsins endurspegli ekki skoðanir sendiráðsins né yfirvalda í Ísrael. Umræddur starfsmaður - Shai Masot sat til borðs með Mariu Strizzolo, aðstoðarmanni Robert Halfon menntamálaráðherra Breta, og blaðamanni á vegum Al Jazeera fréttastofunnar sem villti á sér heimildir. Masot sagði meðal annars: „Má ég láta þig fá nöfn þingmanna sem ég legg til að þú takir niður?“ Strizzolo svaraði því til að allir þingmenn Bretlands hefðu eitthvað sem þeir reyndu að fela og bætti Masot við: „Ég er með nokkra þingmenn. Hún veit hvaða þingmenn ég vil taka niður“ sagði Masot áður en hann nefndi utanríkisráðherrann. Alan Duncan hefur gagnrýnt yfirvöld í Ísrael opinberlega fyrir landnemabyggðir sínar og stutt stofnun ríkis Palestínu en að sögn Masot var Duncan að „skapa mörg vandamál“ á meðan utanríkisráðherra Breta – Boris Johnson væri minna vandamál. Strizzolo hefur hins vegar sagt að ummælin voru látin falla í hálfkæringi og þar af leiðandi ætti ekki að taka það alvarlega. Utanríkismálaskrifstofa Bretlands sem og sendiráð Ísrael hafa bæði látið hafa eftir sér í tilkynningu að samband ríkjanna sé báðum ríkjum mikilvægt og því sé þetta mál úr sögunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri fjögurra þátta fréttaskýringu rannsóknarteymis Al Jazeera sem nefnist The Lobby og verður frumsýnd 15. janúar næstkomandi. Munu þættir varpa ljósi á leynilega herferð ísraelskra yfirvalda sem miðast að því að hafa áhrif á breska ráðamenn. Á hálfs árs tímabili fór blaðamaður á fundi með fulltrúum þrýstihópa sem njóta mikils stuðnings ísraelskra stjórnvalda. Blaðamaðurinn sagðist vera aðgerðasinni sem væri hliðhollur Ísrael og vildi berjast gegn viðskiptaþvingunum.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira