Gunnar Bragi óttast mjög hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2017 12:56 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan: Víglínan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan:
Víglínan Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira