Innlent

Víglínan: Sést í kollinn á nýrri ríkisstjórn

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Frá stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir
Eins og staðan er núna lítur út fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé við það að fæðast. En á sama tíma banka Vinstri græn og Framsókn í sameiningu á bakdyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum, sem er með þingflokksfund klukkan eitt í dag.

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mæta í Víglínuna hjá Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 klukkan 12:20 í dag.

Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá og er einnig sendur út beint á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×