Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Töflur unnar úr skýrslunni. Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira