Trump og Schwarzenegger í hár saman vegna The Apprentice Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 19:47 Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Vísir/Getty Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira