Íslenski boltinn

Verið að stofna samtök neðri deildar liða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Huginn frá Seyðisfirði féll í 2. deild og verða því hluti af samtökunum en ekki Fram í 1. deild.
Huginn frá Seyðisfirði féll í 2. deild og verða því hluti af samtökunum en ekki Fram í 1. deild. vísir/hanna
Fulltrúar fjögurra liða í neðri deildum Íslandsmótsins í fótbolta hittust í gær og lögðu drög að stofnun samtökum neðri deildar liða, samkvæmt heimildum Vísis.

Samtökin eiga að skapa vettvang þar sem lið í neðri deildum geta bætt umgjörð í kringum sín félög og umgjörð í mótsleikjum. Einnig eiga þau að standa vörð um um félögin ef eitthvað kemur upp á sem hallar á þau.

Þessi samtök eru fyrir lið í neðstu þremur deildum Íslandsmótsins, 2. deild, 3. deild og 4. deild, en fulltrúarnir sem hittust í gær koma úr liðum í tveimur neðstu deildum Íslandsmótsins.

Farið var yfir samþykktir á fundinum í gær en annar fundur verður í byrjun næstu viku þar sem búist er við að stjórn verði skipuð og samtökin formlega stofnuð.

Aldrei áður hafa slík samtök verið til hér á landi en aðeins eru nokkur ár síðan samtök liða í efstu deild, Íslenskur toppfótbolti, voru stofnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×