Rannsókn á hvarfi Friðriks: „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 10:27 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, á flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30