Erlent

Sanders tók skilti af tísti Trump með sér í pontu

Samúel Karl Ólason skrifar
Bernie Sanders í pontu.
Bernie Sanders í pontu.
Bernie Sanders steig í pontu á öldungadeild bandaríkjaþings í gær og tók hann stórt skilti með sér. Á skiltinu var mynd af tísti Donald Trump frá því í fyrra. Þar sem Bernie Sanders var að berjast gegn því að heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama yrðu afnumdar notaði hann orð Trump til að koma máli sínu á framfæri og kallaði eftir því að Trump myndi beita neitunarvaldi gegn öllum tilraunum repúblikana til að afnema Obamacare.

Tístið sem um ræðir er frá 7. maí í fyrra þegar Trump hafði ekki boðið sig opinberlega fram til embættis forseta. Þar segist hann hafa verið fyrstur af mögulegum frambjóðendum Repúblikanaflokksins til þess að lofa engum samdrætti á félagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu.

Sanders sagði að Trump ætti annað hvort að viðurkenna að hann hefði verið að ljúga, eða beita neitunarvaldi sínu.

„Milljónir kusu hann og trúðu því að hann myndi standa við orð sín,“ sagði Sanders.

Hann sagði einnig að það væri ótækt að taka heilsutryggingar af 30 milljónum manna án þess að búa yfir áætlunum til að koma þar til móts við þau.

Ræða Bernie Sanders í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×