Trump hæðist að bandarísku leyniþjónustunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 21:18 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira