Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira