Tvö keimlík mynstur valda deilum í íslenska hönnunarheiminum Guðný Hrönn skrifar 4. janúar 2017 09:45 Til hægri má sjá mynstur eftir Lindu Björg. Til vinstri má sjá flíkur úr smiðju Andreu Magnúsdóttur. Facebook-færsla sem hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir birti í gær hefur vakið eftirtekt. Í færslunni vekur Linda athygli á því að flíkur eftir hönnuðinn Andreu Magnúsdóttur séu skreyttar mynstri sem líkist hennar hönnun. „Það hafa margir hönnuðir bent mér á þessi líkindi síðastliðnar vikur og ég ætlaði nú ekki að gera neitt sérstakt mál úr þessu,“ segir Linda um þá staðreynd að mynstur sem skreytir flíkur frá merkinu AndreA sé líkt mynstri sem hún sjálf hannaði. „En mér þykir þetta leiðinlegt og finnst vanta upp á virðingu fyrir verkum hönnuða og skilning á því að verk þeirra eru hugverk.“ Linda segir heilmikla vinnu liggja á bak við hönnun hennar og að mynstrin séu ekki afrakstur neins slyss. „Til þess að hægt sé að tala um stuld þá þarf hugmyndin sem er stolið að vera mjög afgerandi og stuldurinn augljós, þannig finnst mér þetta vera í þessu tilfelli. Ég hef starfað sem munsturhönnuður í 20 ár og hef komið mér upp banka af formum og kerfum sem ég hef notað endurtekið. Ég tel að hönnun mynstra minna sem ég nota í vörur Scintilla sé mjög sérstök og að það sé fátt þarna úti sem líkist þeim. Mynstrin mín eru afrakstur mikillar rannsóknarvinnu með form og liti og þau eru engin tilviljun eða eitthvert slys.“Linda Björg Árnadóttir.„Nei, mér finnst vera orðið til mikið af frábærum hönnuðum á Íslandi sem kunna góð vinnubrögð og bera virðingu fyrir verkum annarra,“ segir Linda spurð út í hvort hún verði reglulega vör við hönnunarstuld á íslenskum markaði. „Auðvitað verða alls konar tilvísanir í hönnun og þá helst sögulegar sem ekki flokkast sem stuldur. Ég til dæmis tel mig vera að vísa í Art Deco og Memphis í mínum verkum. En það verða allir að skapa sér sína sérstöðu því annars verða ekki til nein hugverk. Ef hönnuður nær að búa til auðþekkjanlegan stíl, sinn fagurfræðilega eða hugmyndalega heim, þá er sá hinn sami góður hönnuður.“Ekki „kúl“ að eiga eftirlíkinguEn hvernig geta hönnuðir brugðist við ef þeim finnst hönnun þeirra hafa verið stolið? „Ég tel að það sé best að vekja athygli á þessum hlutum og vekja fólk til umhugsunar um hugverk. Það er einfaldlega ekki „kúl“ að stela og alls ekki „kúl“ að eiga eftirlíkingu. Í þessu tilfelli mun ég ekki gera neitt annað en að nota tækifærið til að koma mínu sjónarmiði á framfæri,“ útskýrir Linda. Það skiptir Lindu máli að vekja athygli á alvarleika hönnunarstuldar þar sem stuldur getur haft töluverð áhrif á hönnuði. „Þetta getur skaðað fyrirtæki hönnuða, sérstaklega þegar stór fyrirtæki stela frá ungum hönnuðum sem hafa ekki mikil sambönd eða fjármagn. Í mínu tilfelli er ég að byggja upp vörumerkið Scintilla þar sem áhersla er lögð á framsækna grafík. Það getur skaðað mitt fyrirtæki að fólk úti í bæ sé að apa eftir minni hönnun og þannig að gera lítið úr henni. Ég bara vona að það verði ekki mikið af því í framtíðinni.“Andrea Magnúsdóttir.„Satt að segja brá okkur pínu“En hver eru viðbrögð Andreu og grafíska hönnuðarins Óla, fólksins á bak við merkið AndreA, við þessum ásökunum? „Okkur þykir þetta leiðinlegt, þá einna helst hvernig staðið er að málum. Þetta mynstur er okkar, við erum búin að vinna með þetta í nokkur ár í mismunandi útgáfum. Við getum sýnt fram á hvernig þetta var unnið frá grunni. Það er fulllangt gengið að saka okkur um hugverkaþjófnað,“ segja þau Andrea og Óli sem hafa sjálf orðið vör við mynstur og flíkur sem svipar mikið til þeirra hönnunar. „En aldrei nokkurn tímann höfum við ákveðið að ganga fram með þessum hætti eins og Linda gerir. Satt að segja brá okkur pínu og okkur finnst skrýtið að fólk tali ekki saman áður en það fer á netið eða í fjölmiðla, en við höfum akkúrat ekkert á samviskunni.“ „Við höfum unnið með mynstur af ýmsum toga í hönnun okkar allt frá upphafi. Umrætt mynstur er upprunalega fjaðrir eða afturendi á páfugli, við höfum gert úr þessu prjónamunstur áður en þá í smærri mynd og seinna í stærri skala, mynstrið á þessari peysu er svo enn eitt afbrigðið,“ segir Andrea spurð út í hvernig þetta tiltekna mynstur varð til. „Það er okkar skoðun að fatahönnun á Íslandi eigi að byggja á samstöðu frekar en sundrung. Við viljum trúa því að allir séu að gera sitt besta og hafi alls engan áhuga á því að grafa undan vinnu annarra með þessum hætti, og þaðan af síður stunda þjófnað,“ segja þau Andrea og Óli. Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Facebook-færsla sem hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir birti í gær hefur vakið eftirtekt. Í færslunni vekur Linda athygli á því að flíkur eftir hönnuðinn Andreu Magnúsdóttur séu skreyttar mynstri sem líkist hennar hönnun. „Það hafa margir hönnuðir bent mér á þessi líkindi síðastliðnar vikur og ég ætlaði nú ekki að gera neitt sérstakt mál úr þessu,“ segir Linda um þá staðreynd að mynstur sem skreytir flíkur frá merkinu AndreA sé líkt mynstri sem hún sjálf hannaði. „En mér þykir þetta leiðinlegt og finnst vanta upp á virðingu fyrir verkum hönnuða og skilning á því að verk þeirra eru hugverk.“ Linda segir heilmikla vinnu liggja á bak við hönnun hennar og að mynstrin séu ekki afrakstur neins slyss. „Til þess að hægt sé að tala um stuld þá þarf hugmyndin sem er stolið að vera mjög afgerandi og stuldurinn augljós, þannig finnst mér þetta vera í þessu tilfelli. Ég hef starfað sem munsturhönnuður í 20 ár og hef komið mér upp banka af formum og kerfum sem ég hef notað endurtekið. Ég tel að hönnun mynstra minna sem ég nota í vörur Scintilla sé mjög sérstök og að það sé fátt þarna úti sem líkist þeim. Mynstrin mín eru afrakstur mikillar rannsóknarvinnu með form og liti og þau eru engin tilviljun eða eitthvert slys.“Linda Björg Árnadóttir.„Nei, mér finnst vera orðið til mikið af frábærum hönnuðum á Íslandi sem kunna góð vinnubrögð og bera virðingu fyrir verkum annarra,“ segir Linda spurð út í hvort hún verði reglulega vör við hönnunarstuld á íslenskum markaði. „Auðvitað verða alls konar tilvísanir í hönnun og þá helst sögulegar sem ekki flokkast sem stuldur. Ég til dæmis tel mig vera að vísa í Art Deco og Memphis í mínum verkum. En það verða allir að skapa sér sína sérstöðu því annars verða ekki til nein hugverk. Ef hönnuður nær að búa til auðþekkjanlegan stíl, sinn fagurfræðilega eða hugmyndalega heim, þá er sá hinn sami góður hönnuður.“Ekki „kúl“ að eiga eftirlíkinguEn hvernig geta hönnuðir brugðist við ef þeim finnst hönnun þeirra hafa verið stolið? „Ég tel að það sé best að vekja athygli á þessum hlutum og vekja fólk til umhugsunar um hugverk. Það er einfaldlega ekki „kúl“ að stela og alls ekki „kúl“ að eiga eftirlíkingu. Í þessu tilfelli mun ég ekki gera neitt annað en að nota tækifærið til að koma mínu sjónarmiði á framfæri,“ útskýrir Linda. Það skiptir Lindu máli að vekja athygli á alvarleika hönnunarstuldar þar sem stuldur getur haft töluverð áhrif á hönnuði. „Þetta getur skaðað fyrirtæki hönnuða, sérstaklega þegar stór fyrirtæki stela frá ungum hönnuðum sem hafa ekki mikil sambönd eða fjármagn. Í mínu tilfelli er ég að byggja upp vörumerkið Scintilla þar sem áhersla er lögð á framsækna grafík. Það getur skaðað mitt fyrirtæki að fólk úti í bæ sé að apa eftir minni hönnun og þannig að gera lítið úr henni. Ég bara vona að það verði ekki mikið af því í framtíðinni.“Andrea Magnúsdóttir.„Satt að segja brá okkur pínu“En hver eru viðbrögð Andreu og grafíska hönnuðarins Óla, fólksins á bak við merkið AndreA, við þessum ásökunum? „Okkur þykir þetta leiðinlegt, þá einna helst hvernig staðið er að málum. Þetta mynstur er okkar, við erum búin að vinna með þetta í nokkur ár í mismunandi útgáfum. Við getum sýnt fram á hvernig þetta var unnið frá grunni. Það er fulllangt gengið að saka okkur um hugverkaþjófnað,“ segja þau Andrea og Óli sem hafa sjálf orðið vör við mynstur og flíkur sem svipar mikið til þeirra hönnunar. „En aldrei nokkurn tímann höfum við ákveðið að ganga fram með þessum hætti eins og Linda gerir. Satt að segja brá okkur pínu og okkur finnst skrýtið að fólk tali ekki saman áður en það fer á netið eða í fjölmiðla, en við höfum akkúrat ekkert á samviskunni.“ „Við höfum unnið með mynstur af ýmsum toga í hönnun okkar allt frá upphafi. Umrætt mynstur er upprunalega fjaðrir eða afturendi á páfugli, við höfum gert úr þessu prjónamunstur áður en þá í smærri mynd og seinna í stærri skala, mynstrið á þessari peysu er svo enn eitt afbrigðið,“ segir Andrea spurð út í hvernig þetta tiltekna mynstur varð til. „Það er okkar skoðun að fatahönnun á Íslandi eigi að byggja á samstöðu frekar en sundrung. Við viljum trúa því að allir séu að gera sitt besta og hafi alls engan áhuga á því að grafa undan vinnu annarra með þessum hætti, og þaðan af síður stunda þjófnað,“ segja þau Andrea og Óli.
Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira