Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 06:00 Daníel Ólason er prófessor í sálfræði við HÍ. Vísir/E.Stefán Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30