Erlent

Clinton hjónin ætla sér að vera við innsetningarathöfn Trumps

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Ósigur Clinton var óvæntur.
Ósigur Clinton var óvæntur. vísir/getty
Hillary og Bill Clinton ætla sér að vera viðstödd þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna síðar í mánuðinum. Frá þessu greinir New York Magazine.  

Clinton-hjónin hafa ekki enn boðað komu sína opinberlega en heimildarmenn hafa upplýst fjölmiðla um að þau hafi tekið ákvörðun um að þiggja boðið.

George W. Bush og kona hans Laura munu einnig vera við innsetningarathöfnina en forsetinn fyrrverandi hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis. Í yfirlýsingunni segir að það sé hjónunum „sönn ánægja að fá að vera vitni að friðsamlegri yfirfærslu valds.“

Búist við mótmælum þegar Trump tekur við embætti 

Innsetningarathöfn Donalds Trumps fer fram þann 20. janúar næstkomandi. Mun hann þá taka við sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Við athöfnina mun Trump sverja embættiseið sem forseti Bandaríkjanna og flytja fyrstu ræðu sína sem slíkur.

Því næst fer fram skrúðganga sem er fastur liður í innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna. Að þessu sinni marsera yfir 8000 manns um götur Washington-borgar.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er búist við mótmælum þegar gangan fer fram. Róttæklingar hafa þegar höfðað dómsmál á hendur yfirvöldum vegna áforma um bann mótmæla á ákveðnum svæðum, meðan á göngunni stendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×