Erlent

Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sem um ræðir heitir Iakhe Mashrapov.
Maðurinn sem um ræðir heitir Iakhe Mashrapov. Vísir/AFP
Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að leitað sé að 28 ára manni frá Kirgistan sem grunaður er um verknaðinn.

Soraya Lennie, fréttakona TRT, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að maðurinn sem um ræðir heiti Iakhe Mashrapov. Eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.

Átta manns voru handteknir í tengslum við árásina í gær, en árásarmaðurinn sjálfur var ekki í þeirra hópi.

Búið er að birta fjölda ljósmynda af manninum, auk myndbands sem hann tók af sjálfum sér nokkru fyrir árásina.

AFP greinir frá því að hinn grunaði hafi barist með hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi, en samtökin höfðu áður lýst því yfir að einn af „hermönnum kalifatsins“ hafa framkvæmt árásina.


Tengdar fréttir

„Við höfum búist við hryðjuverki“

Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×