Sara Björk á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er enn í Meistaradeildinni með Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015. EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015.
EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn