Framundan á árinu 2017: Kosningar í Evrópu, EM í fótbolta og fleiri frídagar um jól Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2017 16:00 Nýr forseti tekur við völdum í Frakklandi, Þjóðverjar ganga að kjörborðinu, Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna, Brexit-ferlið verður formlega sett af stað, EM fer fram í Hollandi og þess verður minnst að öld sé liðin frá upphafi rússnesku byltingarinnar. Allt eru þetta atburðir sem má búa sig undir. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2017 sem er nú gengið í garð.JanúarDonald Trump mun taka við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar.Afríkumótið í fótbolta karla hefst í Gabon þann 14. janúar og stendur til 5. febrúar.Franskir sósíalistar munu velja forsetaefni sitt sem mun etja kappi við Francois Fillon, Marine Le Pen og Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í vor. Francois Hollande Frakklandsforseti segist ekki sækjast eftir endurkjöri.Greint verður frá því hverjir fá tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar.Donald Trump mun sverja embættiseiðinn þann 20. janúar.Vísir/AFPFebrúarLeiðtogar aðildarríkja ESB-ríkja koma saman til fundar á Möltu þann 3. febrúar til að ræða framtíð sambandsins eftir Brexit og hvert skal stefna. Þess verður minnst að aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun Maastricht-sáttmálans.Forsetakosningar í Þýskalandi verða haldnar 12. febrúar. Fastlega er búist við að utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier verði kjörinn og taki þar við af Joachim Gauck.Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 26. febrúar.MarsTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur áður greint frá því að breska stjórnin muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir marslok og þar með hefja formlegt útgönguferli ríkisins úr Evrópusambandinu.Þess verður minnst að öld er liðin frá upphafi rússnesku byltingarinnar.Þingkosningar í Hollandi fara fram þann 15. mars. Sérstaklega verður fylgst með hvort Geert Wilders og hægriöfgaflokkur hans nái auknum þingstyrk. Slíkt gæti mögulega gefið fyrirheit um gang mála í kosningum annars staðar í álfunni á árinu.Sambandsþingkosningar verða haldnar í Saarland í Þýskalandi þar sem hægriflokkurinn Alternativ für Deutschland vonast til að ná mönnum á þing.AprílFyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl. Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta verður kosið milli tveggja efstu þann 7. maí.Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar mun fara fram í Tyrklandi í „apríl eða síðar á árinu“. Stjórnarflokkur Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta vill með breytingunum meðal annars koma á forsetaræði í landinu, sem svipar til kerfisins í Bandaríkjunum og Frakklandi.Hollendingurinn Geert Wilders.Vísir/AFPMaíSveitarstjórnarkosningar verða haldnar í Bretlandi í byrjun mánaðar og eru þetta fyrstu stærri kosningarnar frá því að Bretar greiddu atkvæði með því að yfirgefa ESB í júní 2016.Forsetakosningar fara fram í Íran þann 19. maí. Fastlega er búist við að Hassan Rouhani muni sækjast eftir endurkjöri.Fundur leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley. Þetta verður líklegast fyrsta þátttaka Donald Trump sem forseti Bandaríkjanna á fundi með öðrum leiðtogum stærstu ríkja heims. Júní1. júní verður þess minnst að hálf öld sé liðin frá útgáfu plötu Bítlanna, Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Þingkosningar í Frakklandi fara fram 11. og 18. þúní, rúmum mánuði eftir að nýr forseti landsins verður kjörinn.Heimssýningin í kasöksku höfuðborginni Astana verður sett þann 10. júní. JúlíLeiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Hamborg í Þýskalandi dagana 7. til 8. júlí.Evrópumótið í Hollandi hefst þann 16. júlí og stendur til 6. ágúst. Íslensku stelpurnar eru í riðli með Frökkum, Austurríkismönnum og Svisslendingum.Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005.Vísir/AFPÁgústStærsti stjarnfræðilegi viðburðurinn á árinu sé almyrkvinn sem gengur þvert yfir Bandaríkin mánudaginn 21. ágúst. Frá Reykjavík mun sjást lítlsháttar deildarmyrkvi sem hefst klukkan 18:21, nær hámarki klukkan 18:44 og lýkur klukkan 19:05. Við hámarkið hylur tunglið 2,2 prósent af skífu sólar. Annars hefur Stjörnufræðivefurinn að vanda tekið saman það sem mun bera hæst á árinu.Þess verður minnst að tuttugu ár eru liðin frá dauða Díönu prinsessu, en hún fórst í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. SeptemberÞingkosningar eiga að fara fram í Þýskalandi í haust, en enn á eftir að ákveða dag. Þó er ljóst að kosningarnar munu fara fram á bilinu 27. ágúst til 22. október. Angela Merkel Þýskalandskanslara mun þar sækjast eftir að gegna kanslaraembættinu fjórða kjörtímabilið.Þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september.Alþjóðaólympíunefndin mun greina frá því þann 13. september hvar sumarleikarnir árið 2024 munu fram. París, Búdapest og Los Angeles koma til greina.Stelpurnar okkar verða í eldlínunni í Hollandi í sumar.Vísir/EPAOktóberÞess verður minnst að hálf öld verður liðin frá því að flugvél John McCain, núverandi öldungadeildarþingmanns, var skotin niður í Víetnam. Hann varði fimm árum sem stríðsfangi í hinu alræmda Hanoi Hilton.NóvemberFulltrúar ríkja heims munu koma saman í Bonn til að ræða loftslagsmál en loftslagsráðstefnan COP23 fer þar fram 6. til 17. nóvember. DesemberNóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 10. desember.Áttundi kafli í sögunni um Stjörnustríð verður frumsýnd.Aðfangadagur jóla er á sunnudegi í ár, sem þýðir að jóladagur er á mánudegi og annar dagur jóla á þriðjudegi. Margir fengju því fleiri daga í fríi frá vinnu en um nýliðin jól. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir ársins 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Nýr forseti tekur við völdum í Frakklandi, Þjóðverjar ganga að kjörborðinu, Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna, Brexit-ferlið verður formlega sett af stað, EM fer fram í Hollandi og þess verður minnst að öld sé liðin frá upphafi rússnesku byltingarinnar. Allt eru þetta atburðir sem má búa sig undir. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2017 sem er nú gengið í garð.JanúarDonald Trump mun taka við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar.Afríkumótið í fótbolta karla hefst í Gabon þann 14. janúar og stendur til 5. febrúar.Franskir sósíalistar munu velja forsetaefni sitt sem mun etja kappi við Francois Fillon, Marine Le Pen og Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í vor. Francois Hollande Frakklandsforseti segist ekki sækjast eftir endurkjöri.Greint verður frá því hverjir fá tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar.Donald Trump mun sverja embættiseiðinn þann 20. janúar.Vísir/AFPFebrúarLeiðtogar aðildarríkja ESB-ríkja koma saman til fundar á Möltu þann 3. febrúar til að ræða framtíð sambandsins eftir Brexit og hvert skal stefna. Þess verður minnst að aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun Maastricht-sáttmálans.Forsetakosningar í Þýskalandi verða haldnar 12. febrúar. Fastlega er búist við að utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier verði kjörinn og taki þar við af Joachim Gauck.Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 26. febrúar.MarsTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur áður greint frá því að breska stjórnin muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir marslok og þar með hefja formlegt útgönguferli ríkisins úr Evrópusambandinu.Þess verður minnst að öld er liðin frá upphafi rússnesku byltingarinnar.Þingkosningar í Hollandi fara fram þann 15. mars. Sérstaklega verður fylgst með hvort Geert Wilders og hægriöfgaflokkur hans nái auknum þingstyrk. Slíkt gæti mögulega gefið fyrirheit um gang mála í kosningum annars staðar í álfunni á árinu.Sambandsþingkosningar verða haldnar í Saarland í Þýskalandi þar sem hægriflokkurinn Alternativ für Deutschland vonast til að ná mönnum á þing.AprílFyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 23. apríl. Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta verður kosið milli tveggja efstu þann 7. maí.Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar mun fara fram í Tyrklandi í „apríl eða síðar á árinu“. Stjórnarflokkur Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta vill með breytingunum meðal annars koma á forsetaræði í landinu, sem svipar til kerfisins í Bandaríkjunum og Frakklandi.Hollendingurinn Geert Wilders.Vísir/AFPMaíSveitarstjórnarkosningar verða haldnar í Bretlandi í byrjun mánaðar og eru þetta fyrstu stærri kosningarnar frá því að Bretar greiddu atkvæði með því að yfirgefa ESB í júní 2016.Forsetakosningar fara fram í Íran þann 19. maí. Fastlega er búist við að Hassan Rouhani muni sækjast eftir endurkjöri.Fundur leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley. Þetta verður líklegast fyrsta þátttaka Donald Trump sem forseti Bandaríkjanna á fundi með öðrum leiðtogum stærstu ríkja heims. Júní1. júní verður þess minnst að hálf öld sé liðin frá útgáfu plötu Bítlanna, Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Þingkosningar í Frakklandi fara fram 11. og 18. þúní, rúmum mánuði eftir að nýr forseti landsins verður kjörinn.Heimssýningin í kasöksku höfuðborginni Astana verður sett þann 10. júní. JúlíLeiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Hamborg í Þýskalandi dagana 7. til 8. júlí.Evrópumótið í Hollandi hefst þann 16. júlí og stendur til 6. ágúst. Íslensku stelpurnar eru í riðli með Frökkum, Austurríkismönnum og Svisslendingum.Angela Merkel tók við embætti kanslara árið 2005.Vísir/AFPÁgústStærsti stjarnfræðilegi viðburðurinn á árinu sé almyrkvinn sem gengur þvert yfir Bandaríkin mánudaginn 21. ágúst. Frá Reykjavík mun sjást lítlsháttar deildarmyrkvi sem hefst klukkan 18:21, nær hámarki klukkan 18:44 og lýkur klukkan 19:05. Við hámarkið hylur tunglið 2,2 prósent af skífu sólar. Annars hefur Stjörnufræðivefurinn að vanda tekið saman það sem mun bera hæst á árinu.Þess verður minnst að tuttugu ár eru liðin frá dauða Díönu prinsessu, en hún fórst í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. SeptemberÞingkosningar eiga að fara fram í Þýskalandi í haust, en enn á eftir að ákveða dag. Þó er ljóst að kosningarnar munu fara fram á bilinu 27. ágúst til 22. október. Angela Merkel Þýskalandskanslara mun þar sækjast eftir að gegna kanslaraembættinu fjórða kjörtímabilið.Þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september.Alþjóðaólympíunefndin mun greina frá því þann 13. september hvar sumarleikarnir árið 2024 munu fram. París, Búdapest og Los Angeles koma til greina.Stelpurnar okkar verða í eldlínunni í Hollandi í sumar.Vísir/EPAOktóberÞess verður minnst að hálf öld verður liðin frá því að flugvél John McCain, núverandi öldungadeildarþingmanns, var skotin niður í Víetnam. Hann varði fimm árum sem stríðsfangi í hinu alræmda Hanoi Hilton.NóvemberFulltrúar ríkja heims munu koma saman í Bonn til að ræða loftslagsmál en loftslagsráðstefnan COP23 fer þar fram 6. til 17. nóvember. DesemberNóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 10. desember.Áttundi kafli í sögunni um Stjörnustríð verður frumsýnd.Aðfangadagur jóla er á sunnudegi í ár, sem þýðir að jóladagur er á mánudegi og annar dagur jóla á þriðjudegi. Margir fengju því fleiri daga í fríi frá vinnu en um nýliðin jól.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir ársins 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira