Ekkert samkomulag um nefndaskipun Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2017 20:13 Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira