Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. janúar 2017 13:45 Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46
Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11
Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31