Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 00:39 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu um klukkan hálf eitt í nótt. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33