Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 18:21 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Íslenskir lögreglumenn eru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. Hann vildi lítið tjá sig um hvarf Birnu Brjánsdóttur sem tveir skipverjar tengjast en sagði aðspurður hvað sér fyndist um málið að sér þætti það hræðilegt. Þess vegna hefði verið ákveðið að snúa skipinu við og halda aftur til Íslands, það er hversu alvarlegt málið er. Tveir menn voru handteknir um borð í skipinu um hádegisbil í dag að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar sem barst klukkan 18:20. Hún er í heild sinni hér að neðan:Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjórans tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur af landinu. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Hinir handteknu verða yfirheyrðir við komuna til landsins. Aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans tókst afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn eru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. Hann vildi lítið tjá sig um hvarf Birnu Brjánsdóttur sem tveir skipverjar tengjast en sagði aðspurður hvað sér fyndist um málið að sér þætti það hræðilegt. Þess vegna hefði verið ákveðið að snúa skipinu við og halda aftur til Íslands, það er hversu alvarlegt málið er. Tveir menn voru handteknir um borð í skipinu um hádegisbil í dag að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar sem barst klukkan 18:20. Hún er í heild sinni hér að neðan:Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjórans tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq u.þ.b. 90 mílur suðvestur af landinu. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Hinir handteknu verða yfirheyrðir við komuna til landsins. Aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans tókst afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25