Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2017 18:45 Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30