Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2017 18:45 Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30