Putín segist ekki hafa skaðlegar upplýsingar um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:36 Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira