Erlent

Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Trump styður Brexit heilshugar.
Trump styður Brexit heilshugar. vísir/epa
„Það var snjallræði hjá Bretum að ganga út [úr ESB].“ Þetta sagði Donald Trump í viðtali við The Sunday Times. Er þetta í fyrsta skipti sem Trump veitir breskum miðli viðtal.

Í viðtalinu staðhæfði Trump meðal annars að hann myndi koma á viðskiptasamningi milli Bretlands og Bandaríkjanna skömmu eftir að hann tæki við embætti forseta Bandaríkjanna.

Trump tekur formlega við embættinu á föstudaginn næstkomandi.

Barack Obama Bandaríkjaforseti fullyrti skömmu eftir að niðurstöðurnar úr Brexit-atkvæðagreiðslunni voru ljósar að Bretland færi „aftast í röðina“ þegar kæmi að viðskiptum á milli ríkjanna tveggja þegar Bretar yfirgæfu ESB.

Aðspurður um hvort sú yrði raunin svaraði Trump því neitandi.

„Þið eruð að gera góða hluti, ég held að þetta gangi ljómandi vel,“ sagði hann.

Í viðtalinu sagði Trump jafnframt að hann teldi að Evrópusambandinu væri fyrst og fremst stýrt af Þýskalandi.

Hann notaði jafnframt tækifærið og gagnrýndi innflytjendastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og sagði hana gera „stór mistök“ í þeim málaflokki.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×