Lífið

Mark Hamill les fleiri tíst Trumps sem Jókerinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mark Hamill og Donald Trump.
Mark Hamill og Donald Trump. Vísir/Getty
Leikarinn Mark Hamill, sem hve þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Luke Skywalker í Star Wars kvikmyndunum sló í gegn í seinustu viku þegar hann tók sig til og las upp tíst eftir Donald Trump sem illmennið Jókerinn í Batman teiknimyndaþáttunum.

Nú hefur hann endurtekið leikinn og les að þessu sinni upp tíst eftir Donald Trump frá því á sunnudagsnótt þar sem hann tjáði skoðun sína um leikkonuna Meryl Streep eftir að hún gagnrýndi hann í ræðu sinni á Golden Globe verðlaunahátíðinni fyrir að hafa gert grín að fötluðum fjölmiðlamanni.

Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe

Hamill hefur talsett Jókerinn í Batman þáttunum síðan árið 1992 og það er alveg ljóst að efnislegt innihald tísta Trumps passa ótrúlega vel við rödd illmennisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×