Bandaríkjaþing tekur fyrstu skrefin í átt að afnámi Obamacare Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 23:34 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Paul Ryan, í þinghúsinu í dag. vísir/epa Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema Obamacare, lög sem sett voru í tíð Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, og miðuðu að því að gera ýmsar endurbætur á heilbrigðiskerfi landsins. Er þetta í samræmi við það Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild, sagði í byrjun desember en þá boðaði hann að þingið myndi strax í janúar byrja að afnema löggjöfina. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og þá er verðandi forseti, Donald Trump, einnig Repúblikani. Hann talaði mikið gegn Obamacare í kosningabaráttu sinni og sagði að hann myndi afnema löggjöfina næði hann kjöri.Þessi fyrstu skref sem Bandaríkjaþing hefur tekið fela í sér lagasetningu sem gerir Repúblikönum auðveldara en ella að afnema lykilþætti í Obamacare. Lögin voru samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni í vikunni og nánast algjörlega eftir línum flokkanna; Repúblikanar með og Demókratar á móti. Ýmsir innan Repúblikanaflokksins hafa þó lýst yfir áhyggjum af því hvað eigi að koma í staðinn og eins og gefur að skilja eru Demókratar afar ósáttir en Obamacare veitti 20 milljónum manna aðgang að bandaríska heilbrigðiskerfinu sem hafði hann ekki áður. Hvernig þetta fólk mun sækja sér heilbrigðisþjónustu þegar löggjöfin hefur verið afnumin er óljóst en Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji setja nýrri og betri lög í staðinn. „Repúblikanar tala um að þeir ætli að „afnema“ og „setja í staðinn“ – það er áhugavert en ekki raunhæft. Þeir hafa haft tækifæri í sex ár til að koma með tillögur að einhverju betra en við höfum ekki séð neitt,“ sagði Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00 Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Repúblikanar ætla að hefjast handa við að ógilda heilbrigðisþjónustulöggjöfina í Bandaríkjunum. 6. janúar 2017 07:00
Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. 3. desember 2016 22:36
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22