Verðandi forseti Alþingis segir þingmenn Suðurkjördæmis þurfa að láta til sín taka á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 12:02 Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira