Ferðamenn átti sig ekki á hættunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2017 21:00 Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira