Erlent

Bandarískir skriðdrekar og hermenn í Póllandi ógn við Rússa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríkin hafa flutt töluvert magn af liðsafla til Evrópu.
Bandaríkin hafa flutt töluvert magn af liðsafla til Evrópu. Vísir/Getty
Yfirvöld í Rússlandi telja aukna viðveru bandarískra skriðdreka og hermanna í fylgd þeirra ógn við eigin öryggi. Bandaríkin hafa sent þrjú þúsund hermenn til Póllands til að styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins. BBC greinir frá.

Talsmaður Vladimir Pútin forseta Rússlands segir að Rússlandi líti á liðstyrk Bandaríkjanna sem ógn við hagsmuni Rússlands og setur hann spurningamerki við af hverju Bandaríkin séu að byggja upp herafla í Bandaríkjunum.

„Þetta er ríki utan Evrópu sem er að byggja upp herafla í grennd við landamæri okkar í Evrópu,“ sagði Dmitry Peskov.

Bandaríkin hafa sent um áttatíu skriðdreka og hundruð brynvarðra farartækja til Þýskalands og verið er að flytja þá til Austur-Evrópu. Heraflinn mun stunda æfingar við Eystrasaltið. Viðvera heraflans er liður í viðbrögðum Bandaríkjanna við innrás Rússa í Úkraínu.

Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Bandaríkjanna að undanförnu en óljóst er hvernig verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, muni haga samskiptum sínum við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×