Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 12:18 Forsvarsmenn flokkanna þriggja handsala nýja ríkisstjórn. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45