Lífið

Mennirnir sem felldu Pablo Escobar á leiðinni til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglumennirnir Javier Pena og Steve Murphy eru þeir sem handsömuðu einn afkastamesta og hættulegasta eiturlyfjabarón heims: Konung kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar. Saga þeirra var innblásturinn að þáttunum NARCOS sem slógu rækilega í gegn á Netflix.

Viðburðarfyrirtækið Sena Live hefur ákveðið að fá þessa menn til landsins og verða sérstakar umræður í Silfurbergi 13. maí. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum.

Í þáttunum segir frá risi og falli Medellín fíkniefnahringsins þar sem Pablo Escobar var höfuðpaurinn og barðist fyrir því að viðhalda völdum sínum sem kóngur kókaínheimsins.

Pena og Murphy munu ræða málið fyrir áhorfendum ásamt leikaranum Jóhannesi Hauki og segja frá því hvernig þeim tókst að fella Pablo Escobar. Í umræðum kvöldsins munu þeir upplýsa gesti um ýmis atriði sem ekki komu fram í þáttunum og taka við spurningum úr sal.

Umræðurnar fara fram í Silfurbergi Hörpu og einungis um 600 númeruð sæti eru í boði. Miðasala hefst fimmtudaginn 19. janúar kl. 10 á Harpa.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.