Rauða hárið í ættinni og tónlistin líka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:15 Herdís Mjöll í fremstu röð með fiðluna sína á æfingu með Sinfóníunni fyrir kvöldið. Vísir/Ernir Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017 Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira